Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:15 Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Töluverðs titrings gætir á stjórnarheimilinu vegna biðlista eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Í gær var haft eftir Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra væri fullkunnugt um óánægju þingmanna flokksins vegna málsins. Hann gagnrýnir að fólk sé sent erlendis í dýrari aðgerðí staðþess að fara á einkareknar stofur hér á landi. Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í gær kemur enn fremur fram að aukafjármagn til liðskiptaaðgerða hafi verið nýtt á Landspítalanum en þörfin sé meiri og fari vaxandi. Ákveði stjórnvöld ráðast í átak til að eyða biðlistum taki spítalinn þátt. Ein af þeim hátt íþúsund manns sem bíða eftir liðskiptaaðgerð er Helga Möller söngkona sem fékk að vita í desember að hún þyrfti nauðsynlega á slíkri aðgerð að halda. „Í desember fékk ég að vita að liðbrjóskið væri alveg farið í mjöðminni þannig að þetta væri komið bein við bein. Þetta hefur þýtt að nú er ég óvinnufær eins og gefur að skilja,“.Ákvað að greiða sjálf fyrir aðgerð Helga er fullfrísk að öðru leyti og vill komast sem fyrst að vinna og í eðlilega virkni. Hún gat valið um að bíða í rúmt ár eftir aðgerð á Landspítalanum, fara til Svíþjóðar í maí eða fara á einkarekna stofu á næstu vikum. Hún ákvað eftir mikla umhugsun að taka þriðja kostinn. „Ég var hreinlega ekki til í að fara til ókunnugs læknis í Svíþjóð þar sem engin eftirmeðferð er í boði og fljúga svo heim sárkvalin þannig að ég valdi að fara á Klíníkina hér heima og greiða sjálf fyrir aðgerðina. Það er hins vegar afskaplega skrítið að ríkið skuli vera tilbúið að senda sjúklinga eins og mig fyrir þrjár milljónir til Svíþjóðar, vera þar í viku með aðstoðarmann sem er á hóteli allan tímann og fara svo á Saga Class heim. Á sama tíma eru þau ekki tilbúin að greiða tólf hundruð þúsund fyrir aðgerð á Klíníkinni hér heima og fá meira segja hluta af þeirri upphæð til baka í skatta. Ég bara skil ekki af hverju stjórnvöld eru ekki til í að taka þátt í þessum kostnaði eða að minnsta kosti hluta af honum,“ segir Helga. Ætlar að sér að komast í form sem fyrst eftir aðgerð „Ég ætla að komast sem fyrst út á vinnumarkaðinn og finnst að ráðamenn ættu einmitt að vera að hugsa um það að fólk komist sem fyrst að starfa. Þeir eru hins vegar ekkert að pæla í fólki eins og mér, fólki sem lifir á verkjalyfjum og bólgueyðandi og þarf stundum svefnlyf til að geta sofið fyrir verkjum,“ segir Helga. Ráðamenn geta fundið leið Hún segir stjórnvöld skorta heildarsýn í málaflokknum. „Ég biðla til ríkisstjórnarinnar, ég biðla til ráðamanna, það er hægt að finna leið út úr þessu. Gerið nú eitthvað í þessum málum, það er hægt að finna leið, við vitum það,“ segir Helga að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent