Lífið

Þorgrímur Þráins og Ragnhildur selja eign við Tunguveg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorgrímur og Ragnhildur færa sig um set.
Þorgrímur og Ragnhildur færa sig um set. Myndir/Fasteignaljósmyndun.is

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson og Ragnhildur Eiríksdóttir hafa sett fallegt hús sitt við Tunguveg á sölu en ásett verð er 62,9 milljónir.

Um er að ræða fallega efri hæð og ris með sérinngangi í tvíbýlishúsi. Mbl.is greindi fyrst frá.

Eignin er 150 fermetrar og var húsið byggt árið 1960. Alls eru fjögur svefnherbergi í eigninni og sérstakt hugleiðsluhorn.

Hér að neðan má sjá myndir.

Smekklegt hús í 108.
Falleg og björt borðstofa.
Setustofan og borðstofan liggja saman og mynda stórt og fallegt rými.
Skemmtilegt eldhús.
Alls eru fjögur svefnherbergi í eigninni.
Hugleiðsluhornið góða.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.