Innlent

Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Austurvelli í hádeginu í dag.
Frá Austurvelli í hádeginu í dag. Vísir/Friðrik Þór
Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjórnmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. Í ákvæðinu skuldbinda þjóðirnar sig til þess að sjá til þess að hiti á jörðinni hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu miðað við það sem var fyrir iðnbyltingu.

Loftslagsaðgerðir ungmennanna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.”

Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum.

Íslensk ungmenni hafa komið saman á föstudögum síðan í febrúar og virðist ekkert lát á.


Tengdar fréttir

Þögul mótmæli á Austurvelli

Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×