Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður LÍS. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér. Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér.
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10