Innlent

Karlmaður á sjötugsaldri lést við störf á fjórhjóli

Sylvía Hall skrifar
Ættingjar mannsins komu að manninum.
Ættingjar mannsins komu að manninum. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði rétt yfir hádegi í gærdag en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni og komu ættingjar hans að honum þar sem hann lá við hliðina á fjórhjólinu.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru send á staðinn en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og úrskurðaði læknir manninn látinn á vettvangi. Þá hafði björgunarsveitin Hafliði einnig verið send á vettvang.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra er með málið til rannsóknar. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.