Lífið

Svona fagna Finnar heimsmeistaratitli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þriðja sinn sem Finnar verða heimsmeistarar og þá er um að gera að fagna.
Þriðja sinn sem Finnar verða heimsmeistarar og þá er um að gera að fagna.
Finnar urðu heimsmeistari í íshokkí eftir að hafa lagt Kanadamenn að velli 3-1 í úrslitaleik í Bratislava í Slóvakíu um helgina að viðstöddum ríflega 9 þúsund áhorfendum.

Kanadamenn komust yfir snemma leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta jöfnuðu Finnar metin með marki Marko Anttila.

Hann var aftur að verki í upphafi þriðja leikhluta og kom Finnum í 2-1. Harri Pesonen gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok og tryggði Finnum heimsmeistaratitilinn.

Þetta er í þriðja sinn í sögunni sem Finnar verða heimsmeistarar í íshokkí og það varð hreinlega allt vitlaust í Finnlandi.

Á YouTube-síðunni Timo Wilderness má sjá rúmlega þriggja mínútna myndband þar sem er búið að klippa saman fimm klukkustunda fagnaðarlæti í Finnlandi og hvernig þeir gera hlutina þegar landsliðið verður heimsmeistari.

Það má með sanni segja að þeir fari alla leið eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×