Innlent

Rannsókn á meintri árás ungmenna í Grafarvogi lokið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Grafarvogi.
Frá Grafarvogi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintri árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi þann 21. apríl síðastliðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma. Þar kom meðal annars fram að fórnarlambið væri af erlendum uppruna og hefði lýst því fyrir sjónarvotti að einhver úr hópnum sem réðst að honum hefði kallað hann skítugan útlending.

Í tilkynningu lögreglu segir að ungmennin séu á aldrinum 13 til 15 ára.

„ Rætt var við fimm ungmenni að foreldrum viðstöddum, sem veittu alla þá aðstoð sem hægt var til að upplýsa um málsatvik. Gerandi og þolandi eru báðir undir sakhæfisaldri.

Virðist sem um pústra hafi verið að ræða þar sem gerandi taldi sig eiga óuppgerðar sakir. Brotaþoli varð ekki fyrir áverkum. Engar kröfur eru uppi í málinu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×