Lífið

Í beinni: Fyrra undankvöld Eurovision

Stefán Árni Pálsson í blaðamannahöllinni í Tel Aviv skrifar
Ísland og önnur 16 lönd keppa í kvöld um að komast í úrslit Eurovision á laugardag.
Ísland og önnur 16 lönd keppa í kvöld um að komast í úrslit Eurovision á laugardag. Thomas Hanses

Fyrra undankvöld Eurovision fer fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. 

Framlag Íslands til keppninnar í ár, lagið Hatrið mun sigra með hljómsveitinni Hatari, er þrettánda lagið af sautján sem verður flutt í kvöld.

Eftir flutning laganna verða lesin upp þau tíu lög sem komast áfram í úrslit keppninnar næsta laugardag.

Íslendingar taka þátt í atkvæðagreiðslu kvöldsins og geta kosið öll lög nema sitt eigið. Keppnin hefst klukkan 19 og stendur til um 21.30.

Rétt fyrir klukkan 19:00 tekur Stefán Árni Pálsson við úr blaðamannahöllinni í Tel Aviv og mun lýsa keppninni í beinni.

Hér fyrir neðan má fylgjast með Hataravaktinni, lýsingu ritstjórnar á því sem fyrir augu ber, auk almennrar umræðu um kvöldið.

Hér að neðan má sjá viðbrögð erlendra blaðamanna við flutningi Hatara í blaðamannahöllinni í Tel Aviv.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.