Lífið

Í beinni: Fyrra undankvöld Eurovision

Stefán Árni Pálsson í blaðamannahöllinni í Tel Aviv skrifar
Ísland og önnur 16 lönd keppa í kvöld um að komast í úrslit Eurovision á laugardag.
Ísland og önnur 16 lönd keppa í kvöld um að komast í úrslit Eurovision á laugardag. Thomas Hanses
Fyrra undankvöld Eurovision fer fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í Ísrael í kvöld. Framlag Íslands til keppninnar í ár, lagið Hatrið mun sigra með hljómsveitinni Hatari, er þrettánda lagið af sautján sem verður flutt í kvöld.Eftir flutning laganna verða lesin upp þau tíu lög sem komast áfram í úrslit keppninnar næsta laugardag.Íslendingar taka þátt í atkvæðagreiðslu kvöldsins og geta kosið öll lög nema sitt eigið. Keppnin hefst klukkan 19 og stendur til um 21.30.Rétt fyrir klukkan 19:00 tekur Stefán Árni Pálsson við úr blaðamannahöllinni í Tel Aviv og mun lýsa keppninni í beinni.

Hér fyrir neðan má fylgjast með Hataravaktinni, lýsingu ritstjórnar á því sem fyrir augu ber, auk almennrar umræðu um kvöldið.

Hér að neðan má sjá viðbrögð erlendra blaðamanna við flutningi Hatara í blaðamannahöllinni í Tel Aviv.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.