Lífið

Landsmenn tísta um Eurovision

Andri Eysteinsson skrifar
Dómararennslið gekk mjög vel í gærkvöldi.
Dómararennslið gekk mjög vel í gærkvöldi. mynd/eurovision/Thomas Hanses

Nú er Eurovision 2019 að hefjast í ísraelsku borginni Tel Aviv. Fyrra undanúrslitakvöldið fer fram í kvöld og er framlag Íslands, Hatari sem flytur lagið Hatrið mun sigra það 13. í röðinni í kvöld.

Þátttakendur 17 landa munu í kvöld sjá hvort þrotlaus vinna þeirra, blóð, sviti og tár, muni skila þeim áfram í úrslitakvöldið næsta laugardag.

Twittergrínarar þjóðarinnar hafa einnig beðið eftir kvöldinu með löngu fyrirfram ákveðna brandara eða hnyttin ummæli sem þeim datt í hug þegar að þeir hlýddu á fagra tóna Darude frá Finnlandi eða Kate Miller-Heidke frá Ástralíu.

Eitt er þó ljóst að það er bara það besta sem kemst í Twittersamantekt Vísis sem birtist hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.