Lífið

Ísland slær í gegn á Twitter

Samúel Karl Ólason skrifar
Tístin þar sem notast er við orðið Iceland eru um 84 þúsund talsins í kvöld, þegar þetta er skrifað.
Tístin þar sem notast er við orðið Iceland eru um 84 þúsund talsins í kvöld, þegar þetta er skrifað. Vísir/Getty
Ef marka má „Trending“ lista Twitter er ljóst að atriði Hatara í Eurovision hefur vakið mikla athygli á heimsvísu. Tístin þar sem notast er við orðið Iceland eru um 84 þúsund talsins í kvöld, þegar þetta er skrifað. Þá hefur „Islandia“ einnig verið nefnt gífurlega oft.

Miki, söngvari Spánar, er einnig gífurlega vinsæll en samkvæmt lista Twitter hefur hann verið nefndur rúmlega 86 þúsund sinnum og Madonna 95 þúsund sinnum.

Þá hefur Noregur verið nefndur um 50 þúsund sinnum og Sviss 37 þúsund sinnum. Listann má sjá vinstra megin á Twitter síðu notenda, séu þeir á Twitter í tölvu. Í símum þarf að ýta á stækkunarglerið til að sjá listann.

Hér að neðan má sjá nokkur af fjölmörgum vinsælum tístum um Ísland erlendis frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×