Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 08:56 Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32