Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og hefur embætti landlæknis verið tilkynnt um málið. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem var samþykkt að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að 22. viku meðgöngu.

Við fjöllum um nýjan samning iðnaðarmanna, um nýjan verksamning um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði en hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og við fylgjumst með crossfit-keppendum hlaupa upp að Steini á Esjunni. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×