Innlent

Björguðu þremur mönnum þegar bátur sökk við Hvammstanga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mönnunum var bjargað upp í björgunarbát og þeim komið heilu og höldnu í land. Mynd úr safni.
Mönnunum var bjargað upp í björgunarbát og þeim komið heilu og höldnu í land. Mynd úr safni. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitin á Hvammstanga var boðuð út um klukkan fjögur í nótt vegna báts sem var þá að sökkva úti fyrir bænum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru þrír menn um borð í bátnum en þeir voru allir komnir í flotgalla og út í sjó þegar björgunarmenn komu að þeim.Mönnunum var komið í björgunarbát heilum á húfi og siglt með þá í land áður en báturinn sökk endanlega. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá málinu í morgun, segir að leki hafi komið upp í bátnum en ekki er vitað hvað olli honum. Þá fengust ekki upplýsingar um það hjá Landsbjörg hvort mennirnir voru úti við veiðar þegar báturinn sökk.Þá greinir Mbl frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út en henni snúið við þegar staðfest var að björgunarsveitir hefðu bjargað mönnunum. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.