Innlent

Bann við metanóli í rúðuvökva tekur gildi á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
 Bannið er sett fram í reglugerð framkvæmdastjórnar ESB sem innleidd var í íslenskan rétt í september á síðasta ári.
Bannið er sett fram í reglugerð framkvæmdastjórnar ESB sem innleidd var í íslenskan rétt í september á síðasta ári. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Nokkuð er um að rúðuvökvar sem innihalda metanól hafi verið til sölu hér á landi, að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar.

Þar segir að Umhverfisstofnun hafi í nokkur skipti þurft að hafa afskipti af því þegar hættumerkingum á slíkum vörum hafi verið ábótavant.

Umhverfisstofnun segir að nú styttist hins vegar í að þeir hverfi alfarið úr hillum verslana. Frá morgundeginum, 9. maí, verður bannað að setja á markað fyrir almenning rúðuhreinsi- og afísingarvökva sem innihalda 0,6 % metanól eða meira. Bannið er sett fram í reglugerð framkvæmdastjórnar ESB sem innleidd var í íslenskan rétt í september á síðasta ári.

Umhverfisstofnun mun fylgja banninu eftir þegar það hefur tekið gildi og biður neytendur að láta vita ef þeir verða varir við slíkar vörur á markaði.

Á vef stofnunarinnar má senda inn ábendingar hvort heldur sem er undir nafni eða nafnlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×