Fótbolti

Slegnir út af Liverpool í Meistaradeildinni svo Suarez var sendur strax í aðgerð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Suarez liggur eftir í leiknum gegn Liverpool.
Suarez liggur eftir í leiknum gegn Liverpool. vísir/getty
Barcelona tilkynnti í gær að framherjinn Luis Suarez sé á leið í aðgerð en hann kenndi sér meins í hægra hné.

Þessi 32 ára gamli framherji hefur verið heitur á tímabilinu og skorað 25 mörk í 49 leikjum. Þannig hjálpaði hann liðinu að vinna spænsku deildina annað árið í röð.







Ekki er hægt að gefa út hversu lengi Suarez verður frá en Börsungar reikna með því að hægt verði að meta það þegar læknirinn Dr. Cugat verði búinn að framkvæma aðgerðina.

Suarez spilaði allan leikinn á sínum gamla heimavelli á þriðjudagskvöldið er Barcelona kastaði frá sér 3-0 forystu gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðið á þrjá leiki eftir á leiktíðinni. Leiki í deildinni gegn Betafe og Eibar áður en þeir mæta Valencia í úrslitaleik spænska bikarsins þann 25. maí.

Suarez mun ekki ná deildarleikjunum og ólíklegt er að hann spili í úrslitaleik spænska bikarsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×