Lífið

Game of Thrones stjarna hætti í háskóla vegna áreitis samnemanda og kennara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bran Stark er einn stærsti karakterinn í þáttunum Game of Thrones.
Bran Stark er einn stærsti karakterinn í þáttunum Game of Thrones.
Leikarinn Isaac Hempstead Wright er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game Of Thrones en þar leikur hann Bran Stark. Hann mætti í spjallþátt Jimmy Kimmel á dögunum og ræddi þar um þættina og hans stóra hlutverk.

Isaac hefur leikið Bran Stark frá því að hann var tíu ára en Bretinn er í dag tvítugur. Í þáttunum er Bran Stark lamaður og því í hjólastól.

„Það fyrsta sem fólk segir alltaf við mig er, vá hvað þú ert stór og það er gaman að sjá að þú getir gengið,“ segir Isaac sem hefur verið hálfa ævi sína að leika í þáttunum. Hann byrjaði á dögunum í háskóla en hætti stuttu síðar.

„Það var frekar erfitt að samtvinna tökur á áttundu þáttaröðinni en svo var líka erfitt að vera í kringum alla þessa nemendur sem voru flestallir miklir aðdáendur Game Of Thrones. Bæði nemendur og kennarar voru oft að reyna fá út úr mér hvað myndi gerast í þáttunum og í eitt skipti í stærðfræðitíma missti ég út úr mér atriði úr söguþræðinum sem ég hefði alls ekki átt að gera,“ segir Isaac en þá missti hann út úr sér að einn karakterinn væri látinn sem var ekki raunin þegar þarna var komið við sögu í þáttunum.

Viðtalið var tekið eftir fyrsta þáttinn í áttundu seríu en í upphafi vikunnar fór þáttur tvö í loftið á Stöð 2.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×