Dude Perfect er hópur manna sem sérhæfir sig í allskyns mögnuðum tilþrifum. Til að byrja með komu aðeins slík myndbönd út frá þeim en í dag er hópurinn kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á YouTube.
Að þessu sinni átti meðlimir Dude Perfect að reyna fyrir sér með hafnaboltakylfu og áttu allir að skjóta í golfkúlu, amerískan fótbolta og íshokkípökk.
Keppnin var mjög spennandi og má sjá hvernig til tókst hér að neðan.