Lífið

Jónína Ben og Gunnar í sundur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónína og Gunnar á meðan ástin réði ríkjum.
Jónína og Gunnar á meðan ástin réði ríkjum. Fréttablaðið/Rósa

Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson, yfirleitt kenndur við Krossinn, eru skilin að borði og sæng. DV greinir frá því að hjónin hafi tilkynnt sínum nánustu tíðindin í dag. Jónína staðfestir tíðndin í samtali við Vísi.

Þau Gunnar og Jónína byrjuðu að slá sér upp snemma árs árið 2010 og gengu í það heilaga í viðurvist barnanna sinna þann 21. mars sama ár. Fjallað var um brúðkaupið í Íslandi í dag eins og sjá má hér að neðan.

Gunnar hefur verið áberandi í samfélaginu sem trúarleiðtogi, lengi vel hjá Krossinum. Jónína, sem er líkamsræktar- og heilsufrömuður, hefur um árabil boðið upp á detox-meðferðir í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.