Tónlist

Joey Christ snýr aftur með nýja plötu

Sylvía Hall skrifar
Platan er sú fyrsta frá Joey Christ í tæplega tvö ár.
Platan er sú fyrsta frá Joey Christ í tæplega tvö ár. Kjartan Hreinsson

Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, gaf á miðnætti út plötuna Joey 2. Platan er fyrsta plata rapparans í tæplega tvö ár en árið 2017 gaf hann út plöturnar Joey og Anxiety City.

Platan inniheldur sjö lög og segir Jóhann í samtali við Vísi að Joey 2 sé persónulegri en fyrri plötur. Hann gaf sér góðan tíma í að vinna plötuna en plötuna vann hann í samstarfi við Martein Hjartarson sem er betur þekktur sem Bangerboy.
„Þessi plata er miklu persónulegri. Tíminn hefur hjálpað mér að finna mína rödd í músíkinni og hvernig músík ég vil gera,“ segir Jóhann.

Þeir félagar byrjuðu að vinna plötuna í september árið 2017 en tóku sér hlé árið 2018. Undir lok árs 2018 og í byrjun þessa árs kláruðu þeir svo plötuna og segir Jóhann tvö tímabil koma saman á plötunni.

„Ég er mjög ánægður að við tókum okkar tíma í að gera hana,“ segir Jóhann að lokum.


Tengdar fréttir

Joey Christ hendir í gott reif í Hörpunni

Enn bætast listamennirnir við á Sónar-hátíðina. Nokkur íslensk nöfn hafa bæst í hópinn fyrir hátíðina sem fram fer í Hörpunni í mars. The Joey Christ Show er meðal þess sem verður í boði.

Íslensk útgáfa af sænskum rappsmelli

Jóhann Kristófer, Jóhanna Rakel og Birnir hafa hoppað á remix af sænska rapphittaranum Gucci Song sem er upphaflega með rapparanum Michel Dida. Stór nöfn í sænsku senunni hafa horft til Íslands og því lá beint við að gera eitt remix.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.