Tónlist

Joey Christ snýr aftur með nýja plötu

Sylvía Hall skrifar
Platan er sú fyrsta frá Joey Christ í tæplega tvö ár.
Platan er sú fyrsta frá Joey Christ í tæplega tvö ár. Kjartan Hreinsson
Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, gaf á miðnætti út plötuna Joey 2. Platan er fyrsta plata rapparans í tæplega tvö ár en árið 2017 gaf hann út plöturnar Joey og Anxiety City.

Platan inniheldur sjö lög og segir Jóhann í samtali við Vísi að Joey 2 sé persónulegri en fyrri plötur. Hann gaf sér góðan tíma í að vinna plötuna en plötuna vann hann í samstarfi við Martein Hjartarson sem er betur þekktur sem Bangerboy.

„Þessi plata er miklu persónulegri. Tíminn hefur hjálpað mér að finna mína rödd í músíkinni og hvernig músík ég vil gera,“ segir Jóhann.

Þeir félagar byrjuðu að vinna plötuna í september árið 2017 en tóku sér hlé árið 2018. Undir lok árs 2018 og í byrjun þessa árs kláruðu þeir svo plötuna og segir Jóhann tvö tímabil koma saman á plötunni.

„Ég er mjög ánægður að við tókum okkar tíma í að gera hana,“ segir Jóhann að lokum.


Tengdar fréttir

Joey Christ hendir í gott reif í Hörpunni

Enn bætast listamennirnir við á Sónar-hátíðina. Nokkur íslensk nöfn hafa bæst í hópinn fyrir hátíðina sem fram fer í Hörpunni í mars. The Joey Christ Show er meðal þess sem verður í boði.

Íslensk útgáfa af sænskum rappsmelli

Jóhann Kristófer, Jóhanna Rakel og Birnir hafa hoppað á remix af sænska rapphittaranum Gucci Song sem er upphaflega með rapparanum Michel Dida. Stór nöfn í sænsku senunni hafa horft til Íslands og því lá beint við að gera eitt remix.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.