Joey Christ hendir í gott reif í Hörpunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. desember 2017 13:00 Joey Christ ætlar að halda gott reif í Hörpunni. Fréttablaðið/Eyþór Sónar hefur tilkynnt nokkur ný nöfn á hátíðina en það eru Flóni, Blissful og The Joey Christ Show. Flóni gaf nýlega út plötuna Flóni sem rauk í heild sinni beint upp á topp streymislista Spotify, Blissful er hljómsveit sem reis upp úr ösku Steed Lord en það er á huldu hvað The Joey Christ Show nákvæmlega er. „Við erum bara að tala um að öllu verður til tjaldað. Þarna verður hellingur af leynigestum og eldvörpum – þetta verður bara allsherjar „show,“ segir Jóhann Kristófer Stefánsson, Joey Christ, þegar hann er inntur eftir því hvernig sýningu hann ætli að bjóða upp á í Hörpunni í vor.Flugeldar og sprengjur? „Já, jafnvel og kannski krapvél á sviðinu. Ég dæli krapi á glös og skvetti því á áhorfendur, allir geðveikt „sticky“ á því,“ svarar Joey kíminn. Joey segir að hann verði með helling af gestum á sviðinu, býst við að um verði að ræða stóran hluta af íslensku rappsenunni en hann er þó ekki alveg byrjaður að raða því niður enda er hann upptekinn við að semja og taka upp nýja tónlist sem hann segist ætla að frumflytja á Sónar. „Þetta verður ný músík og frumsýning á nýju „showi“, nýju Joey-setti. Ég ætla að reyna að blanda reif-elementum inn í þetta því að þetta er þannig hátíð. Það væri mjög gaman.“ Hann segist þó ætla að taka eitthvað af gömlum slögurum, þannig að það eru góðar líkur á því að Cypherinn fái að hljóma, mögulega í uppklappi.Er plata á leiðinni? „Ég er alveg að vinna í nýju dóti en ekkert komið á blað með plötu. En það verður eitthvað nýtt komið út þarna í kringum Sónar.“ Í vikunni voru fleiri nýir listamenn kynntir til leiks á hátíðina, en það voru: Lindstrøm Ben Frost Reykjavíkurdætur TOKiMONSTA Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Sónar hefur tilkynnt nokkur ný nöfn á hátíðina en það eru Flóni, Blissful og The Joey Christ Show. Flóni gaf nýlega út plötuna Flóni sem rauk í heild sinni beint upp á topp streymislista Spotify, Blissful er hljómsveit sem reis upp úr ösku Steed Lord en það er á huldu hvað The Joey Christ Show nákvæmlega er. „Við erum bara að tala um að öllu verður til tjaldað. Þarna verður hellingur af leynigestum og eldvörpum – þetta verður bara allsherjar „show,“ segir Jóhann Kristófer Stefánsson, Joey Christ, þegar hann er inntur eftir því hvernig sýningu hann ætli að bjóða upp á í Hörpunni í vor.Flugeldar og sprengjur? „Já, jafnvel og kannski krapvél á sviðinu. Ég dæli krapi á glös og skvetti því á áhorfendur, allir geðveikt „sticky“ á því,“ svarar Joey kíminn. Joey segir að hann verði með helling af gestum á sviðinu, býst við að um verði að ræða stóran hluta af íslensku rappsenunni en hann er þó ekki alveg byrjaður að raða því niður enda er hann upptekinn við að semja og taka upp nýja tónlist sem hann segist ætla að frumflytja á Sónar. „Þetta verður ný músík og frumsýning á nýju „showi“, nýju Joey-setti. Ég ætla að reyna að blanda reif-elementum inn í þetta því að þetta er þannig hátíð. Það væri mjög gaman.“ Hann segist þó ætla að taka eitthvað af gömlum slögurum, þannig að það eru góðar líkur á því að Cypherinn fái að hljóma, mögulega í uppklappi.Er plata á leiðinni? „Ég er alveg að vinna í nýju dóti en ekkert komið á blað með plötu. En það verður eitthvað nýtt komið út þarna í kringum Sónar.“ Í vikunni voru fleiri nýir listamenn kynntir til leiks á hátíðina, en það voru: Lindstrøm Ben Frost Reykjavíkurdætur TOKiMONSTA
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira