Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:15 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“ Kjaramál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“
Kjaramál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira