Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:15 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“ Kjaramál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. Fundur hófst hjá samninganefndunum klukkan 10 í dag og mun standa til klukkan 18 og þá hafa verið boðaðir jafnlangir fundir bæði laugardag og sunnudag. „Við erum að reyna til þrautar núna að komast eins langt og mögulegt er. Ef við náum því ekki núna í dag eða um helgina þú munum við fara í atkvæðagreiðslur um verkföll. Það er sú staða sem er uppi og menn vilja komast eins langt og mögulegt er bara,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. Hann segir ekkert hægt að segja til um það núna hvort það náist lending í viðræðunum eða hvort iðnaðarmenn fari í verkföll. Það skýrist vonandi betur síðar í dag hvernig staðan er. Aðspurður hvað iðnaðarmenn vilji fá sem liggi ekki beint við út frá Lífskjarasamningnum svokallaða sem VR og SGS samþykktu fyrr í vikunni segist Kristján Þórður ekki geta tjáð sig mikið um það. „En við erum með sjálfstæða kjarasamninga og þurfum að ná breytingum á ákvæðum þar.“ Aðgerðaáætlun liggur fyrir hjá iðnaðarmönnum en hún hefur ekki verið opinberuð. Kristján segir að hún verði hins vegar opinberuð komi til þess að iðnaðarmenn grípi til aðgerða. Spurður út í hvers konar aðgerðir séu í burðarliðnum segir hann: „Mér finnst líklegt að það verði einhvers konar skærur til að byrja með.“
Kjaramál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira