Innlent

Höfnuðu kröfu Klaustursþingmanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.
Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið. Vísir
Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í Klaustursmálinu var hafnað af stjórn Persónuverndar í dag. Greint er frá þessari niðurstöðu á vef Ríkisútvarpsins.

Vildu þingmennirnir fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur og upplýsingar um smáskilaboð og símtöl til Báru.

Samkvæmt úrskurðinum taldi Persónuvernd sig ekki hafa heimild til að afla upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum vegna kvörtunarmáls sem varðaði ekki viðkomandi fyrirtæki heldur Báru sjálfa.

Lögmaður þingmannanna fjögurra telur Báru hafa undirbúið aðgerð sína vel þar sem hún virti aðstæður fyrir sér kyrfilega í bíl sínum fyrir utan barinn Klaustur, tekið myndir af þingmönnunum fjórum og sest niður í sama rými og þeir og tekið upp samtal þeirra. Hann telur jafnframt að hún hafi átt sér samverkamenn.

Lögmaður Báru mótmælti því að einhver hafi fengið Báru til að taka samtal þingmannanna upp og fór fram á að málinu yrði vísað frá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×