„Þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Vilborg horfir bjartsýn fram á veginn. Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira