Lífið

Pitch Perfect-stjörnur skilja

Sylvía Hall skrifar
Á meðan allt lék í lyndi.
Á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Leikaraparið Anna Camp og Skylar Astin hefur ákveðið að skilja eftir tveggja ára hjónaband. Parið kynntist við tökur á fyrstu Pitch Perfect myndinni og hafa verið saman frá árinu 2013 og trúlofuðu sig árið 2016.

Camp og Astin fóru bæði með stór hlutverk í fyrstu tveimur Pitch Perfect kvikmyndunum en Astin sagði síðar skilið við Pitch Perfect-myndirnar og tók því ekki þátt í þriðju og síðustu myndinni. Astin hefur einnig leikið í myndum á borð við Crazy Ex-Girlfriend og þá hefur Camp komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við The Good Wife.  

Í yfirlýsingu frá þeim á síðu Us Weekly kemur fram að þau hafi tekið ákvörðunina í sameiningu. Þá biðja þau um að fólk sýni því skilning að nú þurfi þau frið til þess að klára það ferli sem fylgir skilnaðinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.