McConaughey mætti í þáttinn til að kynna nýjustu mynd hans og Snoop Dogg, The Beach Bum. Kappinn skellti sér í dulargervi og fór á götuna frægu, Hollywood Boulevard.
Þar tók hann á móti almenningi með allskyns vörum sem eiga að koma manni í vímu á aðeins fimm sekúndum. Vörurnar áttu að innihalda kannabis, en svo var í raun ekki.
Þrátt fyrir það fann fólkið fyrir áhrifum eins og sjá má hér að neðan.