Innlent

Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð

Birgir Olgeirsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 

Hún sagði að skattalækkanir og fleiri úrræði ríkisins hækka ráðstöfunartekjur láglaunafólks og hún líti á þessa baráttu Eflingar sem stórkostlegan sigur því viðræðurnar fóru ekki fram á forsendu Samtaka atvinnulífsins. 

„Það er mikill og góður sigur sem við getum verið stolt af,“ sagði Sólveig Anna. 

Hún sagði Eflingu hafa axlað ábyrgð í þessum viðræðum og sagðist vona að þeir sem blása upp bólur hér á landi og fari með hagkerfi Íslendinga sem leikfang fari einnig að axla ábyrgð. 

Sólveig sagði Eflingu hafa barist fyrir öllu en ekki komist lengra. Hún sagðist hafa átt í heiðarlegu og upplýstu samtali við samninganefnd Eflingar sem samþykkti hennar afstöðu sem laut að því að þau kæmust ekki lengra. Efling hafi náð nauðsynlegum atriðum í gegn og sé stolt af því sem þau náðu að áorka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×