Innlent

Lífskjarasamningurinn á að tryggja láglaunafólki betri kjör

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skjáskot
Launahækkanir í þeim samningi sem kynntur var í gær eru allar í formi krónutöluhækkanna bæði á taxta og föst mánaðarlaun. Í því á að felast breið sátt á vinnumarkaði um að launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira en þeir sem hærri laun hafa.

Samningarnir ná til tæplega hundrað þúsund launþega aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins annars vegar og Landssambands verslunarmanna hins vegar og gilda til ársins 2022. Innlegg ríkisstjórnarinnar í svokallaðan Lífskjarasamning er meðal annars grundvallaður á krónutöluhækkunum.

Launahækkanir eins og þær koma fyrir í LífskjarasamningnumSkjáskot
Öll laun þessara félaga munu hækka jafnt um sautján þúsund krónur frá 1. apríl en að auki kemur tuttugu og sex þúsund króna orlofsuppbótarauki. 1. apríl 2020 koma taxtalaun til með að hækka um tuttugu og fjögur þúsund þúsund krónur á mánuði á meðan almenn hækkun verði átján þúsund krónur.

Árið 2021 hækka taxtar um tuttugu og fjögur þúsund krónur en almenn hækkun verður tæplega sextán þúsund krónur. Í loks samningstímans munu laun á töxtum hækka um tuttugu og fimm þúsund krónur en almenn hækkun verður rúmlega sautján þúsund krónur. Lágmarkstekjutrygging verður strax miðuð við þrjú hundruð og sautján þúsund krónur.

Hagvaxtaraukning hefur áhrif á launaumslagiðSkjáskot
Þessu til viðbótar á hagvaxtaraukinn í þjóðfélaginu að tryggja að hlutur launafólks í verðmætasköpun haldist stöðugur. Sé 1% hagvöxtur færast 3000 krónur aukalega í launa umslagið. Sé 1,5% hagvöxtur færist 5.500 krónur aukalega í launaumslagið og svo koll af kolli. Hagvaxtar aukinn mun nú fara að fullu á taxtalaun en 75% í almenna hækkun.

Þessar sviðsmyndir sýna hvernig hagvöxturinn í landsframleiðslunni getur haft áhrif á hækkun launa.

Lágmarkstekjutrygging mun einnig taka breytingum á samningstímanum. Á næsta ári verður hún 335 þúsund krónur, 351 þúsund krónur árið 2021 og tæpar 370 þúsund krónur árið 2022. Þá kemur orlofsuppbót til með að hækka lítillega á milli ára.

Skjáskot
Þá mun launaþróunartrygging veita taxtahópum hlutdeild í launaskriði á almennum markaði. Frá næsta ári til loka samningsins reiknast ár hver kauptaxtaauki vegna launaþróunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hækki launavísitalan meira en viðmiðunartaxtinn hækka allir kauptaxtar kjarasamninga um sömu krónutölu.

Samningurinn er til fjögurra ára. Hækkun kauptaxta verður 90 þúsund krónur í lok samningstímans. Hagvaxtarauki á að tryggja launafólki hlutdeild í ávinningi sem myndast þegar landsframleiðsla á mann eykst umfram tiltekin mörk. Samningurinn á að tryggja að launafólk sem taki laun samkvæmt umsömdum launatöxtum fylgi almennri launaþróun verði umtalsvert launaskrið á almennum vinnumarkaði.

Skjáskot

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×