Innlent

Táningsstúlkur fluttar á slysadeild í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt tveimur útköllum vegna táningsstúlkna sem voru í annarlegu ástandi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt tveimur útköllum vegna táningsstúlkna sem voru í annarlegu ástandi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt tveimur útköllum vegna táningsstúlkna sem voru í annarlegu ástandi.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bensínstöð í Mosfellsbæ vegna stúlku sem var í annarlegu ástandi. Stúlkan, sem reyndist vera aðeins 13 ára, var mjög veik sökum þessa og því flutti lögreglan stúlkuna á slysadeild þar sem bæði foreldrum og barnavernd var gert viðvart.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í heimahús í hverfi 105 vegna 16 ára unglingsstúlku sem var í ölvunarástandi og upplifði mikla vanlíðan. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabíl. Bæði foreldrum og barnavernd var gert viðvart. 

Leituðu gluggagægis

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögregla var þá einnig kölluð út í nótt vegna gluggagægis í hverfi 110. Konan sem óskaði eftir aðstoð lögreglu sagði að maður staðið fyrir utan gluggann hjá sér í um tíu mínútur en viðkomandi var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

Þá var óskað eftir lögreglu vegna líkamsárásar og eignaspjalla við gistiskýlið á Lindargötu. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi en látinn laus eftir skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×