Lífið

Stærsti viðburður FÁSES á ári hverju

Stefán Árni Pálsson skrifar
FÁSES á góðri stundu í Stokkhólmi.
FÁSES á góðri stundu í Stokkhólmi.
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, stendur fyrir stærsta viðburði félagsins á ári hverju á næstu dögum.

Um er að ræða sjöttu útgáfu af Júró-Stiklum. Þar verður boðið í ferðalag þegar stiklað verður yfir brot úr öllum Eurovision framlögunum árið 2019. Nördaskapurinn verður að sjálfsögðu í hávegum hafður eins og fram kemur í tilkynningu frá FÁSES.

Í lokin verður kosið um það Eurovision lag sem FÁSES þykir best af öllum þeim lögum sem koma fram í Tel Aviv í maí.

Júró-Stiklur FÁSES 2019

Á Akureyri, Café Amour þriðjudaginn 9. apríl kl. 20

Í Reykjavík; Bíó-Paradís föstudaginn 12. apríl kl. 17.30

Hér má kynna sér viðburðina tvo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×