Innlent

Ferðamenn flúðu undan flóðbylgju við Breiðamerkurjökul

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamennirnir stóðu mjög nærri flóðbylgjunni.
Ferðamennirnir stóðu mjög nærri flóðbylgjunni. Skjáskot/Háfjall
Ferðamenn við Breiðamerkurjökul neyddust í dag til þess að flýja undan stórri flóðbylgju sem fór af stað þegar jökullinn kefldi. Ferðaþjónustufyrirtækið Háfjall birti myndband af atvikinu á Facebook-síðu sinni í dag en RÚV greindi fyrst frá.

Stephen Mantler hjá Háfjalli segir í samtali við RÚV að ferðamennirnir sem tóku á rás undan flóðbylgjunni hafi ekki verið hræddir heldur „miklu frekar mjög spenntir“. Þá hafi þeir verið vel upplýstir og vitað hvað þeir áttu að gera í umræddum aðstæðum.

Umrætt myndband má sjá hér að neðan.

Þá hefur Háfjall birt myndbönd af sambærilegum atvikum, þ.e. þar sem Breiðamerkurjökull kelfir, undanfarna daga. Ljóst er að stórar flóðbylgjur geta myndast í kjölfarið.

RÚV greinir jafnframt frá því að Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segi um að ræða mjög alvarlegan atburð. Í Facebook-færslu á síðu framboðs kjördæmisins segir Ari Trausti jafnframt að aldrei megi sigla nærri jökli sem kelfi eða dvelja á strönd nærri slíkri jökulbrún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.