Innlent

Silja Bára nýr for­maður Jafn­réttis­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Silja Bára Ómarsdóttir.
Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Silja Bára tekur við stöðunni af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.

„Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín,“ segir í fréttinni.

Aðalmenn

 • Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður
 • Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
 • Þórunn Sveinbjarnardóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
 • Pétur Reimarsson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
 • Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
 • Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
 • Jón Ingvar Kjaran, tiln. af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
 • Hróðmar Dofri Hermannsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
 • Guðrún Þórðardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
 • Tatjana Latinovic, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
 • Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga


Varamenn

 • Daníel E. Arnarsson, skipaður án tilnefningar, varaformaður
 • Jóhann R. Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
 • Hlöðver Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
 • Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
 • Halldóra Friðjónsdottir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
 • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
 • Sólveig Anna Bóasdóttir, tiln. af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
 • Guðný S. Bjarnadóttir, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
 • Una Hildardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
 • Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
 • Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélagaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.