Lífið

Útsendari Vice reynir að komast að því af hverju Finnar eru svona hamingjusamir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fréttamaður Vice skellti sér í kuldann í Helsinki.
Fréttamaður Vice skellti sér í kuldann í Helsinki.
Finnar eru hamingjusamasta þjóð heims og það annað árið í röð. Íslendingar eru í fjórða sæti og eru Norðurlöndin öll ofarlega á lista.

En af hverju eru Finnar svona hamingjusamir? Fréttastofa Vice kynnir sér málið í nýju innslagið sem sjá má á YouTube.

Innslagið var reyndar tekið upp daginn áður en Finnar voru útnefndir þeir hamingjusömustu í heimi annað árið í röð og var því ákveðið að reyna komast að því af hverju Finnar séu svona hamingjusamir?

Töluverður kuldi er í Finnlandi og þótti útsendara Vice kuldinn til að mynda of mikill. Hér að neðan má sjá innslagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×