Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 13:00 Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum að gefa hestunum sínum hey úr rúllu. Fréttablaðið/Daníel Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi skammt frá Hvolsvelli hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni. Þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar tveir ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu. Bærinn Hvítanes er skammt frá Hvolsvelli við þjóðveg númer eitt þar sem Vilborg býr. Ferðamenn á bílaleigubílum stoppa iðulega við bæinn til að taka myndir af hestunum hennar og gefa þeim að éta, sem Vilborg er ekki ánægð með. „Ég er ekki sátt við það að það sé verið að gefa hrossunum hjá mér alltaf endalaust, stoppað og gefa þeim allskonar matardrasl og venja þá á að sníkja, hvað veit maður hvað fólkið er með“, segir Vilborg. Vilborg hefur brugðið á það ráð að færa hestana ofar í girðingu þar sem þeir eru í þeirri von að ferðamennirnir láta þá vera en það er ekki, nú mæta þeir með dróna og taka myndir af hestunum, sem verður til þess að hrossin verða mjög hrædd og hlaupa út um allt. „Ég ætla bara að spyrja lögregluna hvort ég megi ekki skjóta niður dróna, hvort það lendi á mér hvað gerist“. Vilborg segist vera búin að fá sig fullsadda af ágangi ferðamanna í kringum hestana hennar enda er verið að gefa þeim allskonar matardrasl, sem hún kærir sig alls ekki um.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Steininn tók þó úr nýlega þegar Vilborg var í sturtu heima hjá sér um hábjartan dag, en tvö salerni með sturtum eru á heimilinu. „Svo er farið að banka og berja, ég ansaði því ekki, ég bjóst bara við því að ferðamennirnir myndu fara en svo var bara manneskja komin hér inn, ég var ekki einu sinni búin að klæða mig, ég heyrði í annarri þeirra, það var farið að kalla hér inni og fólkið var labbandi hér inn um allt, auðsjáanlega búið að fara á klósettið þegar ég kom fram og búið að loka hundinn minn inn á klósetti“, segir Vilborg aðspurð um hvað hafi gerst þegar hún var í sturtu um hábjartan dag. Um tvo ferðamenn var að ræða sem fóru inn í húsið. Vilborg segist hér eftir ætla að hafa húsið sitt læst jafnt á degi sem nóttu.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira