Innlent

Erlend skrif metin á 2,5 milljarða

Sveinn Arnarsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm

Um eitt þúsund erlendar blaðagreinar hafa verið birtar í erlendum fjölmiðlum frá árinu 2017 vegna verkefnisins „Ísland allt árið“, sem stýrt er af Íslandsstofu. Telur stofnunin að umfjöllunin sé verðmetin á um tvo og hálfan milljarð króna.

Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur um markaðssetningu áfangastaða á landsbyggðinni.

Markaðsherferðir tengdar ferðaþjónustu síðustu ár hafa að miklu leyti miðað að því að fjölga ferðamönnum að vetri til og dreifa ferðamönnum betur um landið og hefur verið farinn fjöldi ferða með erlenda blaðamenn til að kynna þeim land og þjóð, utan svokallaðs álagstíma í íslenskri ferðaþjónustu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.