Innlent

Kröpp lægð á leið til landsins

Sylvía Hall skrifar
Full ástæða er til að fylgjast með veðurspám og viðvörunum á næstu dögum.
Full ástæða er til að fylgjast með veðurspám og viðvörunum á næstu dögum. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir austlæga átt og éljagang á austanverðu landinu í dag en hæglætis veður í öðrum landshlutum. Vikan hefst þó á talsverðum umhleypingum en spár gera ráð fyrir að kröpp lægð myndist við Nýfundnaland fyrir hádegi í dag og dýpki hratt á leið sinni til Íslands. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun hvessir af austri og gera verstu spár ráð fyrir meðalvindhraða yfir 30 m/s á stöku stað við suðurströndina seint annað kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hæsti meðalvindhraði verði 25 til 28 m/s annað kvöld.

Full ástæða er til að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum en nú þegar hafa gular eða appelsínugular viðvaranir verið gefnar út vegna veðursins næstu daga á Suður-, Suðausturlandi og Miðhálendi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan 15-23 m/s. Rigning suðaustantil, él norðanlands, en þurrt suðvestantil. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 1 til 6 stig sunnantil, en annars kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Hægt vaxandi SA átt, 8-15 m/s um kvöldið. Úrkomulítið, en rigning eða slydda um sunnanvert landið síðdegis. Hiti um og undir frostmarki en hiti 0 til 4 stig sunnan- og vestanlands.

Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss austlæg átt með slyddu eða rigningu, en úrkomulítið á norðurlandi. Heldur hlýnandi veður.

Á föstudag:
Útlit fyrir allhvassa norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Heldur hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag:
Líkur á norðaustanátt með éljum og heldur kólnandi veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.