Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudaginn. Á síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um bankann í Samherjamálinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“ Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
„Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00
Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00
Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15