Lífið

Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robson og Safechuck hafa lengi lifað með leyndarmálinu.
Robson og Safechuck hafa lengi lifað með leyndarmálinu.

Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars.

Mennirnir halda því fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn og rekja brotin í miklum smáatriðum í myndinni.

Jackson lést árið 2009 en ásakanir um meint kynferðisbrot hans gegn ungum drengjum hafa lengi loðað við hann og feril hans. Hann þvertók þó ætíð fyrir allt slíkt á meðan hann lifði.

Þekktasta dæmið er líklega frá árinu 1993 en þá var hann sakaður um að hafa brotið á Jordy Chandler, þrettán ára pilti, árið 1993 og vakti málið heimsathygli. Jackson og fjölskylda Chandler komust loks að samkomulagi um sáttagreiðslu upp á 23 milljónir Bandaríkjadala.

Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey boðaði fórnarlömb kynferðisofbeldis í myndver þar sem yfir hundrað manns horfðu á umrædda fjögurra tíma heimildarmynd saman. Eftir myndina komu þeir Wade Robson og James Safechuck ásamt Dan Reed, leikstjóri myndarinnar, fram saman og tók Winfrey tilfinningaþrungið viðtal við þremenningana.

Í viðtalinu opna þeir Robson og Safechuck sig um það ofbeldi sem Michael Jackson á að hafa beitt drengina. Safechuck segist hafa fengið hugrekki til að stíga fram þegar hann sá Wade Robson tjá sig í fjölmiðlum með því að segja sína sögu.

Viðtalið stóð yfir í um eina klukkustund og er farið um víðan völl í því. Robson og Safechuck eiga greinilega erfitt að rifja upp tímann með tónlistarmanninum eins og sjá má hér að neðan. Í viðtalinu er einnig rætt við sálfræðinga og önnur fórnarlömb kynferðisofbeldis.


Tengdar fréttir

Sláandi stikla úr Leaving Neverland

Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.