Lífið

Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michael Jackson sést hér leiða James Safechuck á leiksýningu árið 1988. Með þeim á myndinni er söng- og leikkonan Liza Minelli.
Michael Jackson sést hér leiða James Safechuck á leiksýningu árið 1988. Með þeim á myndinni er söng- og leikkonan Liza Minelli. Getty/Ron Galella

Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars.

Mennirnir halda því fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn og rekja brotin í miklum smáatriðum í myndinni.

Jackson lést árið 2009 en ásakanir um meint kynferðisbrot hans gegn ungum drengjum hafa lengi loðað við hann og feril hans. Hann þvertók þó ætíð fyrir allt slíkt á meðan hann lifði.

Í Leaving Neverland er rætt við þá Wade Robson og James Safechuck sem halda því báðir fram að Jackson hafi misnotað þá þegar þeir voru börn.

Nú greina fjölmiðla ytra frá því að lögmenn í dánarbúi Jackson undirbúa nú 100 milljón dollara skaðabótarmál gegn sjónvarpsstöðinni HBO og er það aðeins vegna heimildarmyndarinnar. Krafan er upp á 12 milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Sláandi stikla úr Leaving Neverland

Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.