Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Mannréttindadómstóll Evrópu telur að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi „augljóslega hunsað“ reglur um skipan dómara við Landsrétt, sem feli jafnframt í sér svívirðilegt brot á gildandi reglum þar um. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við lögmann sem segir daginn vera svartan dag í sögu réttar- og stjórnarfars á Íslandi og formenn stjórnarandstöðuflokka sem krefjast afsagnar ráðherrans.

Mótmælendur á Austurvelli krefjast einnig afsagnar en boðað var til mótmæla kl. 16:30 í dag sem fylgst verður með í fréttatímanum. Í lok tímans verður rætt við hina ýmsu þingmenn um þá stöðu sem er komin upp í stjórnmálum vegna málsins.

Einnig er rætt við forstjóra Icelandair í fréttatímanum en flugfélagið tók ákvörðun í dag um að kyrrsetja allar Boeing MAX flugvélar sem flugfélagið á og er með í þjónustu. Við segjum frá því að rúmur helmingur félagsmanna VR hefur samþykkt boðaðar verkfallsaðgerðir í hópferðafyrirtækjum og gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði og tökum stöðuna á loðnunni en Hafrannsóknarstofnun leggur ekki til neinar veiðiheimildir á þessu ári.

Allt þetta í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×