Fiskikóngurinn opnar sig: „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 20:49 Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira