Sport

Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar á æfingunni í York Hall í gær.
Gunnar á æfingunni í York Hall í gær. vísir/getty

Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur.

Það var frítt inn fyrir áhugafólk um UFC og fínasta mæting. Það var gaman að heyra móttökurnar sem Gunnar fékk en hann á marga aðdáendur á Bretlandseyjum.

Æfingin hjá Gunnari var í styttri kantinum en áhorfendur kunnu vel að meta það sem hann hafði fram að færa.

Sjá má smá innslag um æfinguna hér að neðan.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Opin æfing hjá Gunnari Nelson


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.