Sport

Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Gunnar í London í gær.
Gunnar í London í gær.

Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna.

„Ég er náttúrulega ferskari. Í Kanada var ég líka aðeins meiddur er ég fór í bardagann þar. Æfingabúðirnar voru eins góðar og þær geta orðið,“ segir Gunnar brattur.

Meiðslin sem hann er að tala um voru í hnénu en hann hélt þeim meiðslum leyndum þar til eftir bardagann við Alex Oliveira. Meiðslin komu upp seint í æfingabúðunum og voru mikið áfall en allt slapp þetta fyrir horn.

„Hnéð er alveg búið að jafna sig og ég hef ekkert fundið fyrir því í margar vikur.“

Það er því ekkert að trufla okkar mann í aðdraganda bardagans og vonandi nær hann að sýna allar sínar bestu hliðar.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.


Klippa: Gunnar um standið og meiðslin


Tengdar fréttir

Edwards: Dansinn var fyndinn hjá Gunna

Það var létt yfir Bretanum Leon Edwards, sem berst við Gunnar Nelson um helgina, er Vísir spjallaði við hann á hóteli bardagakappanna í London.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.