Tugmilljónir í bætur við Arnarker og í Reykjadal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. mars 2019 08:30 Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur, sagðimarkaðs- og menningarnefndar Ölfuss í nóvember um Arnarker. GUÐMUNDUR BRYNJAR ÞORSTEINSSON Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira