Lífið

Conchita Wurst nánast óþekkjanleg í nýju myndbandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Hefur tekið upp listamannsnafnið Wurst.
Hefur tekið upp listamannsnafnið Wurst. YouTube

Austurríski söngvarinn Tom Neuwirth hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hit me sem er ansi frábrugðið kraftballöðunni Rise Like a Phoenix sem hann flutti í gervi Conchitu Wurst og tryggði sigurinn í Eurovision árið 2014.

Conchita Wurst er hliðarsjálf sem Neuwirth skapaði en sjálfur hefur hann lýst sér sem samkynhneigðum manni og dragdrottningu.

Frá árinu 2014 þegar Wurst vann Eurovision. vísir/getty

Í Eurovision var hann klæddur í kvenmannsföt og með sítt dökkt hár þegar hann brá sér í gervi Conchitu. Skartaði Neuwirth dökku og þykku skeggi þegar hann var í gervi Conchitu en í dag hefur hann tekið upp listamannsnafnið Wurst og hefur skipt síðu dökku lokkunum út fyrir stutt og aflitað hár. Skeggið hefur einnig verið aflitað og má segja að Nuewirth sé nánast óþekkjanlegur frá því sem áhorfendur sáu í Eurovision árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.