Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Hervör Þorvaldsdóttir er forseti Landsréttar. Vísir Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira