Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2019 12:55 Björn hefur mál sitt á að ræða um sýklaofnæmi, vendir þá kvæði sínu í kross og fer að tala um mótmælendurna á Austurvelli. En, þar mætti gæta hreinlætissjónarmiða að mati fyrrum dómsmálaráðherra. visir/vilhelm/fbl/Brink Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra með meiru, telur einsýnt að tjaldinu sem komið hefur verið upp af mótmælendum á Austurvelli fylgi óþrifnaður. Þá telur hann víst að það grafi undan virðingu fyrir alþingi og borgaryfirvöldum. Þetta kemur fram í nýlegum pistli sem Björn birtir á vefsíðu sinni: „Hér fylgja tvær myndir eftir Rúnar Gunnarsson sem birtust á vefsíðunni Viljanumsunnudaginn 17. mars. Þær vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna með aðkomu réttra stjórnvalda þegar borgarstjóri leyfði að Austurvelli yrði breytt í tjaldstæði og styttunni af Jóni Sigurðssyni breytt í snaga fyrir mótmælaspjöld.“Útbreiðsla sýklaofnæmis helsta ógnin Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað Björn á við þegar hann talar um „rétt yfirvöld“ nema það ráðist af samhenginu, sem óneitanlega vekur athygli út af fyrir sig, því fyrr í pistli sínum vísar hann til viðtals Sigurðar Boga Sævarssonar á Morgunblaðinu sem ræddi við Katrínu Andrésdóttur sem var í áraraðir héraðsdýralæknir á Suðurlandi um smitvarnir og innflutning á matvælum. Björn vitnar í orð Katrínar sem segir meðal annars. „Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er ein helsta heilbrigðisógnin sem steðjar að mönnum og dýrum í dag. Innflutningur á ófrystu kjöti er samt ekki endilega sú mikla vá sem haldið er fram, flutt er inn töluvert magn af frosnu kjöti sem gæti innihaldið sömu sóttkveikjur og ófryst kjöt. Og flestar sóttkveikjur, að undanskildum Camphylobacter, geymast ágætlega í frosti. Mikilvægasta vörnin er því rétt meðhöndlun matvæla, að gegnhita kjöt og þvo ávexti og grænmeti.“ Þannig verður ekki annað af ráðið en Björn telji að heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að hafa aðkomu að mótmælunum sem eru vegna aðbúnaðar innflytjenda. Lágt risið á mótmælendum Þá vendir Björn sínu kvæði í kross og beinir sjónum sínum að mótmælendum á Austurvelli: „Ákvörðun borgarstjóra og að forsætisnefnd alþingis láti sér þetta lynda ýtir enn undir hnignandi virðingu borgarstjórnar og þingsins. Áður fyrr þótti máli skipta að almenningur kæmi saman á Austurvelli til að láta í ljós vilja sinn til fagnaðar eða andmæla. Nú hefur allt yfirbragð þarna breyst á þann veg að engin leið er að átta sig á hvort eitthvað skipti máli sem tengist aðgerðum á Austurvelli eða ekki, risið hefur lækkað jafn og þétt. Myndirnar segja meira en mörg orð,“ segir Björn og birtir með myndir Rúnars af tjaldinu og svo af mótmælaspjaldi sem er á styttunni af Jóni. Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra með meiru, telur einsýnt að tjaldinu sem komið hefur verið upp af mótmælendum á Austurvelli fylgi óþrifnaður. Þá telur hann víst að það grafi undan virðingu fyrir alþingi og borgaryfirvöldum. Þetta kemur fram í nýlegum pistli sem Björn birtir á vefsíðu sinni: „Hér fylgja tvær myndir eftir Rúnar Gunnarsson sem birtust á vefsíðunni Viljanumsunnudaginn 17. mars. Þær vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna með aðkomu réttra stjórnvalda þegar borgarstjóri leyfði að Austurvelli yrði breytt í tjaldstæði og styttunni af Jóni Sigurðssyni breytt í snaga fyrir mótmælaspjöld.“Útbreiðsla sýklaofnæmis helsta ógnin Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað Björn á við þegar hann talar um „rétt yfirvöld“ nema það ráðist af samhenginu, sem óneitanlega vekur athygli út af fyrir sig, því fyrr í pistli sínum vísar hann til viðtals Sigurðar Boga Sævarssonar á Morgunblaðinu sem ræddi við Katrínu Andrésdóttur sem var í áraraðir héraðsdýralæknir á Suðurlandi um smitvarnir og innflutning á matvælum. Björn vitnar í orð Katrínar sem segir meðal annars. „Útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er ein helsta heilbrigðisógnin sem steðjar að mönnum og dýrum í dag. Innflutningur á ófrystu kjöti er samt ekki endilega sú mikla vá sem haldið er fram, flutt er inn töluvert magn af frosnu kjöti sem gæti innihaldið sömu sóttkveikjur og ófryst kjöt. Og flestar sóttkveikjur, að undanskildum Camphylobacter, geymast ágætlega í frosti. Mikilvægasta vörnin er því rétt meðhöndlun matvæla, að gegnhita kjöt og þvo ávexti og grænmeti.“ Þannig verður ekki annað af ráðið en Björn telji að heilbrigðisyfirvöld hefðu átt að hafa aðkomu að mótmælunum sem eru vegna aðbúnaðar innflytjenda. Lágt risið á mótmælendum Þá vendir Björn sínu kvæði í kross og beinir sjónum sínum að mótmælendum á Austurvelli: „Ákvörðun borgarstjóra og að forsætisnefnd alþingis láti sér þetta lynda ýtir enn undir hnignandi virðingu borgarstjórnar og þingsins. Áður fyrr þótti máli skipta að almenningur kæmi saman á Austurvelli til að láta í ljós vilja sinn til fagnaðar eða andmæla. Nú hefur allt yfirbragð þarna breyst á þann veg að engin leið er að átta sig á hvort eitthvað skipti máli sem tengist aðgerðum á Austurvelli eða ekki, risið hefur lækkað jafn og þétt. Myndirnar segja meira en mörg orð,“ segir Björn og birtir með myndir Rúnars af tjaldinu og svo af mótmælaspjaldi sem er á styttunni af Jóni. Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann.— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) March 18, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37