Lífið

Hannah Brown er tilbúin að „sleppa dýrinu lausu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hanna Brown telur að ástæðan fyrir því að hún hafi verið valin sé sú að hún hafi verið alveg hún sjálf, einlæg og ósvikin í 23. þáttaröðinni af The Bachelor þar sem hún og þrjátíu aðrar konur kepptu um hylli piparsveinsins Coltons Underwood.
Hanna Brown telur að ástæðan fyrir því að hún hafi verið valin sé sú að hún hafi verið alveg hún sjálf, einlæg og ósvikin í 23. þáttaröðinni af The Bachelor þar sem hún og þrjátíu aðrar konur kepptu um hylli piparsveinsins Coltons Underwood.
Suðurríkjastúlkan Hannah Brown, er tilbúin að „sleppa dýrinu lausu“ eins og hún kemst jafnan sjálf að orði en hún hefur verið valin næsta Bachelorette hjá sjónvarpsstöðinni ABC.

Hún telur að ástæðan fyrir því að hún hafi verið valin sé sú að hún hafi verið alveg hún sjálf, einlæg og ósvikin í 23. þáttaröðinni af The Bachelor þar sem hún og þrjátíu aðrar konur kepptu um hylli piparsveinsins Coltons Underwood.

Hannah var gestur hjá spjallþáttadrottingunni Ellen í dag og ræddi sína upplifun af þáttunum og þá gaf hún innsýn inn í hvað aðdáendur þáttanna gætu vænst af henni í The Bachelorette. Hannah hefur nefnilega búið sér til eins konar annað sjálf eða „alter-ego“ sem hún kallar „Hannah beast“ en það er þó meira í gríni en alvöru.

Hún sagði að sín vegferð í Bachelor hefði verið „áhugaverð“ en þrátt fyrir að það hefði gengið á ýmsu hefði hún lært rosalega mikið af þessari lífsreynslu.

Hannah Brown og Caelynn Miller-Keyes, annar keppandi í þáttunum, kom alls ekki vel saman en þær þekktust áður því þær kepptu báðar í fegurðarsamkeppni í Bandaríkjunum og voru herbergisfélagar á meðan á keppninni stóð.

Hannah segist hafa reynt eins og hún gat að einbeita sér að sambandi þeirra Coltons í stað þess að velta fyrir sér öðrum samböndum sem Colton ætti með hinum konunum. Það hafi þó ekki tekist alltaf. Hún segir að þrátt fyrir að Colton hafi slitið sambandinu og sært hana þá vilji hún honum það allra besta. Hann sé góð manneskja og kærleiksríkur.

Þrátt fyrir að vera einungis 24 ára segist Hannah vera tilbúin að ganga í hjónaband finni hún þann eina rétta. Hún segist vera að leita að manni sem sé kærleiksríkur, ljúfur og sterkur en hún vill umfram allt að viðkomandi gjörþekki hana og allar hennar hliðar og sé tilbúinn að taka henni alveg eins og hún er.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.