Hatari vann Söngvakeppnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2019 22:15 Hatarar virtust kátir með sigurinn. Mynd/RÚV Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu. Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. Hatari flutti lagi Hatrið mun sigra en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14.maí. Ljóst er að Ísland verður í seinnihlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv. Hljómsveitina skipa Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan. „Tilfinning er óttablandin virðing fyrir þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ sagði Matthías Tryggvi eftir sigurinn. Undir þetta tók félagi hans Klemens. „Ég er bara að anda inn og út. Spenntur hvað þetta tækifæri býður upp á,“ sagði Klemens. „Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapitalismann,“ sagði Matthías Tryggvi. Þá þökkuðu þeir einnig traustið. „Góðir íslendingar takk fyrir traustið. Við munum sinna þessu verkefni af alúð og setja málefni á dagskrá sem skipta máli. Takk fyrir,“ sagði Matthías Tryggvi. Ekki var greint frá fjölda atkvæða atriðanna á úrslitakvöldinu og því liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig atkvæðin röðuðu sér á milli atriða.Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/RúvHljómsveitin Hatari hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu. Hljómsveitin Hatari var stofnuð árið 2015.Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, að því er fram kom í umfjöllun umhljómsveitina í Fréttablaðinu.
Eurovision Tengdar fréttir Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16 Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00
Bjarni Ben um kökugerð Hatara: „Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ Það vakti talsverða athygli að hljómsveitin Hatari hermdi eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, er þeir sýndu hvernig skreyta á köku í innslagi á undan atriði hljómsveitarinnar í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld. 2. mars 2019 21:16
Landsmenn tísta um úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins: Falin markaðsetning fyrir Vogaídýfu? Bestu tístin frá umræðum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 19:55