Lífið

Cour­ten­ey Cox beitti Ross-töktum í hús­gagna­flutningum

Atli Ísleifsson skrifar
Courteney Cox fór með hlutverk Monicu, bróður Ross, í þáttunum Friends.
Courteney Cox fór með hlutverk Monicu, bróður Ross, í þáttunum Friends. Mynd/Getty
Aðdáendur Friends-þáttanna sem fylgjast með leikkonunni Courteney Cox á Instagram brostu vafalaust nær allir út í annað um helgina þegar Cox birti þar myndband af húsgangaflutningum og vitnaði af því tilefni í „bróður sinn“ Ross þar sem hún leiðbeindi flutningamönnunum.Uppáhaldsatriði margra úr Friends-þáttunum er úr fimmtu þáttaröðinni þar sem Ross reynir að koma forláta sófa upp tröppur og inn í íbúð sína með aðstoð Rachel og Chandler.„PIVOT! PIVOT!“ [SNÚA! SNÚA!], er nokkuð sem heyrist reglulega í flutningum hjá aðdáendum þáttanna.Að neðan má sjá myndband Cox úr flutningunum þar sem verið var að flytja skrifborð eða borð milli herbergja.

 
 
 
View this post on Instagram
Just another Friday night #pivot

A post shared by Courteney Cox (@courteneycoxofficial) on Mar 2, 2019 at 11:46am PST


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.