Innlent

Umræða um heilbrigð ástarsambönd nauðsynleg

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Stígamót hrinti af stað herðferðinni Sjúkást í annað sinn í dag.
Stígamót hrinti af stað herðferðinni Sjúkást í annað sinn í dag.
Á næstu þremur vikum munu Stígamót fræða 4500 unglinga um heilbrigð samskipti í ást og kynlífi. Sjúk ást átakið 2019 var kynnt í morgun en er þetta annað árið í röð sem Stígamót fara af stað með það. Þóra Björt Sveinsdóttir, verkefnastjóri Stígamóta segir, nauðsynlegt að kenna ungu fólki að setja skýr mörk. Eftir herferðina í fyrra bárust þeim átakanlegar sögur af upplifun margra unglinga af fyrsta ástarsambandi sínu.

Sjúkást er forvarnaverkefni á vegum Stígamóta sem ætlað er að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi með fræðslu um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd. Eftir herferðina í fyrra taldi Stígamót nauðsynlegt að leggja enn meiri áherslu á að festa í sessi hjá ungu fólki að virða mörk, bæði sín eigin og annarra.

„Slagorðið sem við erum að nota í ár er; Ég virði mín mörk og þín. Svo erum við líka að leggja áherslu á samþykkis hugtakið. Þá það hvernig við virðum mörk annarra í kynlífi þá sérstaklega. Það skiptir miklu máli að við séum bæði að hlusta eftir þeim orðum sem sögð eru við okkur, svo líka þurfum við að lesa í önnur merki sem okkur eru sýnd til dæmis með látbragði eða andlitstjáningu eða annað slíkt,“segir Þóra.

Hún segir átakið sprottið út frá því að ungt fólk leiti í síauknu mæli til Stígamóta með ljótar sögur úr sínum fyrstu samböndum. „Við sáum aðþað væri mikil þörf á að ræða hvað eru heilbrigð sambönd, hvaðóheilbrigð sambönd eru og hvað ofbeldissambönd eru. Þá sem einskonar forvörn þannig aðþau geti mögulega þekkt einkennin fyrr og vitað hvað er í lagi og hvað ekki,“ segir hún.

Hægt er að kynna sér verkefniðá heimasíðunni þeirra og einnig á facebook.

„Svo erum við með risa stórt fræðsluverkefni í samstarfið við Samfés.  Þar sem við erum búin aðútbúa fræðslupakka á vegum Stígamóta og sjúkást í samstarfi viðþau. Starfsfólk félagsmiðstöðva mun svo sjá um fara meðþessa fræðslu fyrir 4500 unglinga,“ segir hún.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×